news

Tíðindi úr Asparholti

15 Des 2021

Fréttir úr Asparholti

Við í Asparholti erum í jólastuði og höfum verið að gera ýmislegt skemmtilegt. Börnin eru dugleg að syngja jólalög í samverustundum. Þar á meðal þykir þeim skemmtilegt að segja frá eitt í einu hvað þau hafa verið að fá í skóinn. Þau tala mikið um jólasveinana, Leppalúða og Grýlu. Katrín hefur einnig verið að lesa bók um jólasveinana. Þar fá börnin að heyra allt sem gengur á hjá jólasveinunum þegar þeir koma til byggða. Jólagleðin er því í meiri mæli hjá okkur enda er desember yndislegur mánuður.

Listastarf

Í listastarfi máluðu börnin myndir með piparkökuformum. Þau höfðu mjög gaman af því. Við notuðum jólalega liti í listaverkin og komu myndirnar mjög vel út.

Skreyta piparkökur

Við í Asparholti ákváðum að skreyta piparkökur þetta árið og fór það prýðilega vel. Börnin iðuðu af spenningi þegar þau sáu glassúrinn. Þau skreyttu af miklum áhuga og má segja að það hafi enginn glassúr farið til spillis.

Útikaffihús

Þann 15.desember fórum við í Asparholti út og gæddum okkur á piparkökum og drukkum heitt kakó. Börnin borðuðu að sjálfsögðu með bestu lyst. Hilmar Örn sá um að halda uppi stemmingu með því að spila jólalög á gítar og börnin sungu með.

Við munum halda áfram að njóta þess að hafa gaman í desember :)