news

Vorfréttir frá Greniholti!

10 maí 2022

Góðan daginn og gleðilegt sumar!

Síðasti mánuður hefur verið mjög skemmtilegur hjá okkur á Greniholti. Hópastarfið er aðeins að minnka hjá okkur eftir veturinn og meiri útivera tekin við, enda svo geggjað að leika úti í sólinni.

Gönguferðir

Við höfum verið svo heppin að fá nokkra daga sem hafa einkennst af frábæru veðri. Þessa daga höfum við nýtt til að fara í gönguferðir þar sem við göngum um bæinn okkar og skoðum allskonar staði sem börnunum finnst mjög skemmtilegt og eru dugleg að halda hópinn.

.

Ruslatýnsla

Einn góðan sólardag í apríl fórum við út í gönguferð og týndum rusl. Börnin voru virkilega dugleg að týna og fundu allskonar rusl sem þau söfnuðu í poka og hentu í ruslið.

Hópastarf

Þegar vorar fer skipulögð dagsskrá á deildinni svo sem hópastarf og þess háttar aðeins minnkandi en börnin hafa fengið að eyða meiri tíma úti í góða veðrinu. Þau hafa samt sem áður verið dugleg og finnst svo gaman bæði í stærðfræði hjá Olu, listastarfi hjá Asiu og í Lundarseli sem er alltaf í miklu uppáhaldi. Nú þegar líður meira á vorið og sumarið mun hópastarfið minnka enn frekar og byrjar síðan aftur á fullu í haust.

Útivera

Börnin elska fátt meira en að fara út að leika og það er í miklu uppáhaldi hjá þeim að fara á stóra svæðið en hingað til hafa þau aðalega verið að leika á litla svæðinu fyrir utan deildina okkar. Úti finnst þeim skemmtilegast að fara í kastalann, fara á snúsnú tækið og róla í stóru rólunni.

Sumarkveðjur frá nemendum og kennurum á Greniholti!