broskallamat niðurstöðublað2023.docx


Niðurstöður broskallamat niðurstöðublað2020.docx



broskallamat niðurstöðublað.docx




Mat á skólastarfi (Mat á námi og velferð barna)

Leikskólastarf er þróunarstarf sem þarf að vera í stöðugri endurskoðun og þróun til þess að markmiðum séð náð.

Skv. lögum nr 90/2008 er markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í leikskólum að:
a. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra.
b. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla.
c. auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum.
d. tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.

Hverjum skóla er jafnframt skylt að meta með kerfisbundum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, barna og foreldra eftir því sem við á. Birta skal upplýsingar um innra mat skólans, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.

Sjálfsmat- innra mat

Á starfsmanna- og deildarfundum sem haldnir eru u.þ.b. hálfsmánaðarlega eru ýmsir þættir í starfseminni og aðstæður í leikskólanum ræddar og metnar. Óformlegt daglegt mat er einnig sífellt í gangi.

Reglulega er gerð könnun meðal foreldra, elstu nemenda og starfsmanna á viðhorfum þeirra til ýmissa þátta í starfinu. Niðurstöður kannananna eru hafðir til hliðsjónar við þróun starfsins.

Starfsmannastefna leikskólans skal höfð til viðmiðunar við sjálfsmat starfsmanna.

Ársskýrsla er gefin út að vori, byggð á þeim könnunum sem gerðar hafa verið yfir veturinn og að hausti er unnin aðgerðaáætlun út frá ársskýrslunni.

Einstaklingsmat

Við höfum yfir að ráða nokkrum eyðublöðum og matskvörðum til að meta ákveðna þroskaþætti. Þau eru:

AAL: athugunarlisti fyrir atferli leikskólabarna.

Færnisskema 0-6 ára: Skráningarblað sem fært er inn á færni, hegðun og líðan barnsins í leikskólastarfinu

HLJÓM-2, athugun á hljóð- og málvitund 5 ára gamalla barna, lagt fyrir í október ár hvert og aftur í febrúar ef þörf reynist.

Smábarnalistinn: Mat foreldra 1-3 ára gamalla barna á hreyfi- og málþroska þeirra.

Íslenski þroskalistinn: Mat foreldra 3-6 ára gamalla barna á hreyfi- og málþroska þeirra.

Orðaskil

M0T 4-6, kvarði til að meta hreyfiþroska 4-6 ára gamalla barna. Lagður fyrir að hausti.

EFI 2, málþroskapróf fyrir 4 ára börn.

EFI 2 og Hljóm er lagt fyrir hvern hóp fyrir sig. Aðrir matslistar eru lagðir fyrir eftir þörfum. Foreldrum eru ávallt kynntar niðurstöður.