Klæðnaður barnanna þarf að miðast við að þau geti tekið þátt í öllu því starfi sem í leikskólanum fer fram. Við vinnum meðal annars með leir, lím og málningu og þótt reynt sé að vernda fatnað barnanna með svuntum eða skyrtum tekst það ekki alltaf.

Nauðsynlegt er að börnin hafi ávallt í boxi föt til skiptanna í fatahólfi (buxur, peysu, nærföt, sokka og sokkabuxur). Auk þess þurfa þau að hafa viðeigandi útivistarfatnað. Mikilvægt er að foreldrar merki fatnað barna sinna.