Við völdum okkur einkunnarorðin: ALLIR GETA EITTHVAÐ, ENGINN GETUR ALLT. Með því leggjum við áherslu á styrkleika hvers og eins og með því viðurkennum við að það eru ekki allir eins, við höfum mismunandi sterkar greindir. Við sköpum örvandi námsumhverfi þar sem hver og einn nálgast nám sitt á eigin forsendum og fær notið sín sem einstaklingur.