Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem kennir nemendum sjálfbærni og umhverfisvernd. Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem eflir vitund nemenda og kennara um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga Grænfánanaum til tveggja ára í senn.

Við höfum verið skóli á grænni grein síðan árið 2005 og flögguðum Grænfánanum fyrst árið 2008.

Umhverfisnefndin

Á tveggja ára fresti kjósum við fulltrúa til að sitja í umhverfisnefnd leikskólans.

Nefndina sitja:

Öðlingar, sem eru elstu nemendur leikskólans

og deildarstjórinn þeirra.

Nefndin leggur mikla áherslu á að halda áfram að vinna í umhverfismálum eins og gert hefur verið undanfarin ár.


Umhverfissáttmálinn

Annað hvert ár setjum við okkur markmið tengd umhverfismennt sem unnið er ötullega að í tvö ár í senn. Í upphafi gerðum við okkur umhverfissáttmála sem við höfum endurskoðað reglulega síðan.

Höldum jörðinni hreinni er megin markmið grænfánastarfsins í Lyngholti. Við teljum okkur gera það með því að flokka rusl, endurvinna hluti og tileinka okkur umhverfisvænar neysluvenjur.

Með þetta í huga var umhverfissáttmálinn okkar endurskoðaður og honum lítillega breytt í samræmi við þau þemu sem unnin voru á tímabilinu.

Umhverfissáttmáli Lyngholts

  • Við ætlum að útskrifa nemendur sem eru með sterka umhverfisvitund
  • Við ætlum að vera meðvitaðri um hringrásir í náttúrunni
  • Við ætlum að flokka sorp og endurnýta það sem hægt er
  • Við ætlum að tileinka okkur umhverfisvænar og sparsamar neysluvenjur

Skýrsluna frá okkur má lesa hér: greinagerð.docx


Dæmi um grænfánavinnu:

Á deigi jarðarinnar fórum við út og tíndum rusl. Þegar við komum aftur í leikskólann teiknuðum við myndir af jörðinni okkar eins og við viljum hafa hana, hreina og fína.