Veikindi/Innivera

Vinsamlegast látið vita ef barnið mætir ekki í leikskólann vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Hafi barn verið veikt er heimilt að óska eftir því að það taki ekki þátt í útiveru. Þá er miðað við 1. daga eftir veikindi enda hafi barnið verið hitalaust a.m.k. 1 dag heima áður. Að öðru leyti er reiknað með að barnið geti tekið þátt í öllu starfi leikskólans, úti sem inni, þegar það mætir. Lyfjagjöf er ekki leyfð í leikskólanum nema í undantekningartilfellum.

Hafi barn verið fjarverandi vegna veikinda í a.m.k. 1 mánuð er heimilt að fella niður dvalargjöld um helming gegn framvísun læknisvottorðs.

Ef barn er fjarverandi í 2 vikur samfellt eða meira fellur fæðisgjald niður, þann tíma, enda sé fjarvera tilkynnt með fyrirvara.