news

Foreldrakönnun Skólapúlsins framundan.

16 Jan 2024

Leikskólinn notar kannanakerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf leikskólans. Liður í því er að spyrja foreldra í leikskólanum um viðhorf til daglegs leikskólastarfs, námsumhverfis, samskipta leikskólans við foreldra og upphafs og loka leikskólagöngunnar.

Þetta bréf er sent til að upplýsa þig um fyrirhugaða gagnasöfnun leikskólans í febrúar. Könnun verður lögð fyrir foreldra/forsjáraðila allra barna í leikskólanum. Búnir eru til þátttökukóðar úr lista sem leikskólinn sendir inn í kerfið í janúar. Þátttökukóðarnir eru svo sendir til þátttakenda í tölvupósti. Í þeim tilvikum þar sem netföng tveggja foreldra/forsjáraðila eru skráð er hending látin ráða hvor aðilinn fær könnunina senda fyrst. Ef svör berast ekki frá þeim aðila sem fyrst fær könnunina senda er könnunin send á netfang hins. Eigi foreldrar/forsjáraðilar fleiri en eitt barn í leikskólanum er einungis svarað með eitt í huga en hægt er að koma upplýsingum um hin börnin á framfæri í opnum svörum.

Í byrjun mars fær leikskólinn niðurstöður hvers aldurshóps með samanburði við landsmeðaltal, svo lengi sem 80% svarhlutfalli sé náð. Með leyfi leikskólans eru niðurstöður jafnframt notaðar til að framkvæma tölfræðigreiningar m.a. fyrir fræðsluskrifstofur, ráðuneyti og fræðimenn til að auka skilning á þroska og aðstæðum barna á landsvísu.

Vinnsla könnunarinnar uppfyllir skilyrði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga og er í samræmi við GDPR reglugerð Evrópuþingsins. Fjórar leiðir hafa verið þróaðar í því skyni:

  • üÖllum persónuupplýsingum er eytt áður en svörun hefst nema að svarandi biðji sérstaklega um að vera minntur á ef hann gleymir að ljúka könnuninni. Í slíkum tilfellum er persónuupplýsingum sjálfkrafa eytt strax að lokinni svörun.
  • üAllar skeytasendingar eru dulkóðaðar (https:) sem dregur úr líkum á því að hægt sé að hlera svörun um leið og hún á sér stað.
  • üOpin svör eru vistuð aðskilin frá öðrum svörum könnunarinnar sem kemur í veg fyrir að upplýsingar sem koma fram í opnu svari geti á nokkurn hátt verið tengdar svörum við fjölvalsspurningum í könnuninni.
  • üNotkun á vefkökum er takmörkuð, sjá nánar á www.visar.is undir Persónuverndarstefna.

Vísar rannsóknir, sem sér um framkvæmd könnunarinnar, er meðlimur ESOMAR, alþjóðasamtaka rannsóknafyrirtækja og vinna samkvæmt siðareglum þeirra. Nánari upplýsingar um öryggisráðstafanir má finna í persónuverndarstefnu á www.visar.is. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir með því að senda póst á personuvernd@visar.is.

Ef þú er mótfallin(n) því að eiga möguleika á að svara könnuninni, hafðu þá samband við skrifstofu leikskólans. Nánari upplýsingar um könnunina eru á www.skolapulsinn.is/um. Einnig er hægt að hringja í Skólapúlsinn í síma 583-0700 eða senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.