news

Fréttir úr Furuholti

03 Apr 2024

Furuholtsfréttir

Listastarf

Í listastarfi höfum við verið að gera ýmislegt skemmtilegt. Börnunum þykir alltaf jafn gaman að fá að koma sköpun sinni niður á blað. Hvernig sem þau fara að því þá finnst þeim alltaf gaman. Listaverkin hjá öðlingum koma alltaf á óvart og er gaman að sjá afraksturinn. Einnig föndruðum við páskaskraut rétt fyrir páska og fannst okkur það mjög skemtilegt!

Stærðfræði

Í stærðfræði höfum við verið að vinna með tölurnar, numicon kubba og stærðfræði spil. Krakkarnir hafa mikinn metnað og eru einnig dugleg að hjálpast að við að vinna verkefnin. Það er því mjög gaman að sjá samvinnu og gleði hjá krökkunum í Furuholti.

Málörvun

Börnin voru búin að vera mikið að ríma og vinna ýmis verkefni hjá Jóhönnu. Þar gekk þeim ósköp vel og eru krakkarnir í Furuholti farin að ríma í tíma og ótíma inni á deild eins og bilaðar plötur. Einnig höfum við verið að æfa okkur í að skrifa og hefur það gengið ágætlega.

Útivera

Krakkarnir í Furuholti elska útiveru og hér koma nokkrar myndir af útiveru hjá okkur síðast liðna daga. Einnig prófuðum við einn dag að vera með samveru í höllinni og var það ekkert smá gaman. Söngurinn heyrðist svo vel þar.

Árshátíð í Grunnskólanum

Við fengum að fara upp í grunnskóla að horfa á Latabæjarsýningu. Grunnskólakrakkarnir voru búnir að vera að æfa sig fyrir árshátíð og fengum við í Furuholti þann heiður að vera fyrstu formlegu áhorfendurnir. Okkur fannst ekkert smá gaman að sjá sýninguna og við skemmtum okkur mjög vel!

Við erum spennt fyrir Apríl og getum ekki beðið eftir vorinu!

Kæru kveðjur Furuholt!