news

Fréttir úr Reyniholti

04 Apr 2023

Heil og sæl öll, langt síðan við í Reyniholti settum inn kveðju og ákváðum við að nú væri kominn tími til! :)

Það er allt gott að frétta af deildinni, það er að skapast aftur rólegt umhverfi og föst rútína eftir margar

breytingar síðastliðið ár. Síðasta frétt frá okkur var í byrjun desember svo við ætlum að fara aðeins í gegnum

það sem við höfum brallað saman síðan þá!

Jólin voru að sjálfsögðu í desember, og þá var mikil tilhlökkun á deildinni! Lituðum jólasveinamyndir, bjuggum til

jólagjöf handa foreldrum/forráðamönnum. Það fannst okkur roooosalega gaman!! Toppurinn var þó þegar jólasveinar

komu í heimsókn í Lyngholt og kíktu við á Reyniholti :)

Í janúar vorum við að byrja aftur í rútínu-starfi eftir jólafríið, það sem stóð uppúr í janúar var Bóndadagurinn.

Þá komu pabbar,afar,bræður og/eða frændur í heimsókn í leikskólann okkar, krökkunum fannst það ótrúlega skemmtileg

tilbreyting að fá fjölskyldumeðlim í heimsókn inn á deild.

Í febrúar var dagur leikskólans, þá fengu krakkarnir að mála mynd, sem var síðan tekin með í göngutúr á endastöð

þar sem hún var hengd upp meðal almennings! ÆSISPENNANDI!! :D

Mars var rólegur mánuður og það sem stóð upp úr þá var dagur stærðfræðinnar, við eyddum þeirri viku svolítið

mikið í að leika okkur með tölur og það sem tengist stærðfræði!

Núna er svo kominn apríl, sem þýðir bara eitt!! ÞAÐ ERU AÐ KOMA PÁSKAR, sem þýðir bara eitt!! VIÐ FÁUM PÁSKAEGG :D

allir yfir sig spenntir að fara í páskafrí og njóta með fjölskyldunni, borða góðan mat (og gott páskaegg!!).

Við höfum verið að lita páskaunga í eggi, mála myndir og málað glugga.

Við viljum bara þakka fyrir lesturinn og vonandi hafið þið haft gaman að sjá hvað við höfum brallað síðustu mánuði!

GLEÐILEGA PÁSKA OG VONANDI NJÓTA ALLIR SEM BEST!! :D