news

Birkiholt

14 Maí 2019

Góðan dag

Börnin í Birkiholti hafa verið mjög dugleg að fara í göngutúra núna í vor. Við kíkjum ofta á endurnar eða niður á höfn. Útivist er á hverjum degi. Hér getið þið séð myndir af okkur.

Við borðuðum hressingu úti einn góðan dag.

Þetta sem við erum að gera núna í hópastarfi er að æfa okkur að klippa með skærum sem gengur mjög vel.

Í hópastarfi höfum við líka búið til skrímsli úr fjölbreyttum efnivið eins og sjá má.

Með bestu kveðju

Birkiholt