news

Frá Lundarseli

17 Okt 2019

Góðan daginn!

Það er allt gott að frétta í Lundarseli.

Daniel er hættur hjá okkur í Lyngholti. Við kvöddum hann í seinustu viku. Við óskum honum og fjölskyldunni góðs gengis í komandi framtíð. En þó að við kvöddum einn úr hópnum þá fegnum við gamla vinkonu aftur í hópinn. Estera byrjaði hjá okkur á mánudaginn og bjóðum við hana hjartanlega velkomna aftur í Lyngholt.

Hópastarfið hefur gengið vel.

Í stærðfræði fá krakkarnir að spreyta sig með numicon kubba, vinna með tölur og gera grein fyrir fjölda þeirra.

Í málörvun eru þau að gera margt fjölbreytilegt og skemmtilegt. Þau æfa sig í að segja hvað þau heita, hvar þau eiga heima, hvað heita allir í fjölskyldunni og svo framvegis. Einnig lesum við sögur og rifjum upp úr þeim. Þannig þjálfum við minnið. Öll börn eru hvött til að tjá sig og segja eitthvað frá. Einnig förum við í allskonar málörvunar leiki og þar á meðal æfum við rím.

Listastarf hefur verið í miklu uppáhaldi hjá krökkunum. Þar eru þau alltaf að prófa eitthvað nýtt. Síðustu vikur hafa þau verið að vinna með haust þemu og einnig gerðu þau bleik listaverk í vegna fjáröflunarátaks krabbameinsfélagsins til að sýna stuðning.

Við erum líka mjög dugleg að æfa dans reglulega og þá er farið í stopp dans. Krakkarnir hafa virkilega gaman af því og njóta sín vel í þeim leik.


Kærar kveðjur, Lundarsel.