news

Fréttir úr Birkiholti

04 Sep 2018

Góðan dag,

Það er kominn september og er þá hópastarfið byrjað, við förum út í göngutúra og tökum útinám þar sem við erum að skoða margt skemmtilegt. Til dæmis, laufblöðin sem eru nú að breyta um lit og mismunandi steina og margt f.l.

Svo erum við líka byrjuð að vinna markvisst með málörvun þar eru börnin að læra samstæður og erum við að skoða Lærum og leikum með hljóðin, ásamt mörgu öðru.

Þann 31. ágúst var boltadagur og komu mörg börn með bolta að heiman og fannst það æðislega gaman.

Hann Bóbó bangsi er kominn á kreik, og fer einu barni heim yfir helgi, með honum er dagbók. Gaman væri ef skráð væri í bókina hvað Bóbó gerði með börnunum, gott væri að hafa hverja frásögn ekki lengri en 2. bls.