news

Furuholts fréttir

04 Des 2017

Góðann daginn,

við erum búin að klára söguna fóa og fóa feikirófa og erum búin að færa okkur yfir í grænfánann og vinnum við markvist með hann núna. við erum búin að flokka og endurvinna og erum að kenna þeim hvernig pappír verður til og hvernig er hægt að endurvinna hann, við spurðum börnin hvort þau flokka heima hjá sér og mörg þeirra svöruðu því játandi. krökkunum finnst gaman að spá í þessu og hvað við getum breytt notuðum hlutum í.

krakkarnir eru alltaf að föndra og er Ola dugleg að finna uppá skemmtilegum hlutum til að föndra með þeim.

Iðunn Elísa, Petur Marino og Sigurbergur Nóel áttu afmæli 17. Nóvember og eru þau orðin 4. ára og óskum við þeim til hamingju með daginn.

Gaua hefur verið að lesa sögur fyrir börnin og notað brúður, krökkunum finnst æðislega gaman að fá sögu og brúðuleik það er búið að lesa rauðhettu og geiturnar þrjár.

það var dagur íslenskrar tungu og voru krakkarnir mjög dugleg að æfa kvæði og vísu og fluttu þau það fyrir hinar deildarnar á söngfundi.

Við erum alla daga úti að leika nema það sé því verra veður og krökkunum fannst rosalega gaman þegar allur snjórinn kom. það var búið til stórann snjókarl og gert snjóengla.

Það eru alltaf íþróttir á fimtudögum og eru krakkarnir að læra skemmtilega leiki og þrautir, þau fá auðvitað líka að leika í frjálsum leik :D

Siffý kvaddi okkur á sunnudaginn og þökkum við henni fyrir gott samstarf.

Bestu kveðjur úr furuholti :)