news

Jólagleði Greniholts

19 Des 2022

Síðasta föstudag var jólagleði í Lyngholti. Við byrjuðum morguninn í rólegri jólasamveru, þar sem við sungum jólalög. Eftir morgunmatinn lituðum við jólamyndir, perluðum og áttum notalega stund saman þangað til að jólasveinar komu og kíktu á gluggana. Við buðum þeim að kíkja inn til okkar en flestir tóku vel í það. Sumir vildu bara halda góðri fjarlægð á meðan aðrir heilsuðu þeim aðeins. Við sungum jólalög með jólasveinunum áður en þeir héldu áfram ferð sinni. Síðan fórum við í heimsókn á Reyniholt en þar var í boði jólabíó að horfa á jólaósk Önnu Bellu. Krökkunum fannst það rosalega skemmtilegt og heppnaðist vel. Eftir jólabíóið beið svo okkar glæsilegur jólamatur en þá var í boði hangikjöt, kartöflur og uppstúfur ásamt laufabrauði, grænum baunum og rauðkáli. Eftir þessa dagskrá voru allir orðnir þreyttir og fóru í hvíld. Eftir kaffitímann var síðan frjáls leikur inná deild.


Við á Greniholti ósku ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið njótið yfir hátíðirnar.

Jólakveðja starfsfólk Greniholts.