news

Leikskólakennaranemi í heimsókn

28 Mar 2023

Hjá okkur er nemi og hér eru smá upplýsingar um hana:

Ég heiti Hildur Ósk og er að læra leikskólakennarafræði í Háskóla Íslands. Ég bý á Fáskrúðsfirði og vinn í leikskólanum Kærabæ. Ég er í fjarnámi og er að klára B.ed gráðu núna í vor og stefni svo á mastersnám í haust. Ég er í vettvangsnámi hér í leikskólanum Lyngholti í tveim áföngum, Leikskólafræði III og Sjálfbærni, náttúra og listir – könnunaraðferðin.

Í Leikskólafræði III erum við mikið að skoða hvernig lýðræði og réttindi barna birtast í leikskólastarfinu en einnig erum við að skoða fagmennsku kennara.

Í Sjálfbærni, náttúra og listir – könnunaraðferðin er ég að vinna verkefni með hluta af börnunum. Við erum að vinna verkefni tengt líkamanum, skoða ýmsar bækur um líkamann og ýmislegt fleira skemmtilegt. Við höldum áfram með verkefnið út mars en seinasti dagurinn minn á vettvangi er 31. mars. Við erum líka aðeins búin að fjalla um það hvað er mikilvægt að hugsa vel um jörðina og passa að henda ekki rusli og fleira.


Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og gaman að kynnast þessum frábæru krökkum og starfsfólkinu sem starfar með þeim.

Kveðja,

Hildur Ósk.