news

Lundarsel: bóndadagskaffi og þorrablót

30 Jan 2018

Bóndadagur

Á bóndadaginn, 19. janúar buðum við pöbbum, öfum og frændum í bóndadagskaffi. Við buðum þeim uppá hafragraut, slátur og kaffi. Við erum svo ánægð með það hversu margir pabbar, afar og frændur komu – og okkur fannst mjög gaman að fá þá í heimsókn á deildina okkar.

Þorrablót

Föstudaginn, 26. janúar klæddum við okkur í útiföt eftir morgunmatinn og löbbuðum upp í leikskóla til að hitta hinar deildirnar í salnum. – Í salnum sungum við þorralög saman og síðan dönsuðum við og höfðum gaman. Í hádeginu var svo boðið upp á hangikjöt, sviðasultu, hrútspunga, hákarl, harðfisk og flatbrauð. Allir voru duglegir að smakka allt en harðfiskurinn og flatbrauðið var vinsælast.

Kveðja frá Lundarseli