news

Sögugerð í Birkiholti

22 Mar 2023

Á Birkiholti hafa nemendur verið iðnir við að semja sögur í hópastarfi og hefur hver hópur samið fjórar sögur það sem af er vetri. Fyrir jól unnu jólasmásögur þeirra til verðlauna í smásagnasamkeppni sem Menningarstofa Fjarðabyggðar efndi til. Unnið hefur verið með mismunandi þemu en í mars mánuði fengu nemendur að velja sögupersónur úr Sögugrunni sem er námstæki sem er ætlað að efla sköpunargleði í sögugerð og frásögnum og þannig einnig málþroska þeirra á markvissan hátt.

Hér er að neðan er afraksturinn og eins og sjá má er hugmyndaflugið auðugt. Gaman er að segja frá því að nöfn hópanna sem fylgja sögunum eru valin af börnunum og eru notuð í daglegu starfi. Í haust bauðst hópunum að skoða fjölbreyttar dýralífsbækur og velja nokkur dýr og kjósa sér eitt dýr lýðræðislega saman sem hópur. Án þess að vita hvað hinir hóparnir völdu, kusu allir hóparnir dýr sem lifir í vatni sem er skemmtileg tilviljun.

Steypireyðir

Einu sinni var læknir að lækna bófa sem hafði beyglað höndina sína. Svo komu tröll og geimvera sem þökkuðu lækninum fyrir að hjálpa bófanum. Tröllið, geimveran og bófinn voru vinir. Þau fóru út í göngutúr og sáu mikið rusl í sjónum sem bófinn borðaði en tröllið borðaði bara banana og geimveran ost. Bófanum varð illt í maganum og fékk bólur. Þau fóru aftur til læknis og bófinn fékk sprautu og bólurnar fóru. Þegar þau voru komin heim sofnaði tröllið, geimveran flaug upp í loft og löggan kom og henti bófanum í fangelsið og læsti. Endir.

Krossfiskar

Einu sinni var nammigrís sem stal nammi frá bófa. Hann át nammið. Nammigrísinn sýndi bófanum kastalann þar sem engill og tvær stelpur áttu heima. Bófinn fór inn í kastalann og stal nammi frá stelpunum. Engilinn var að leika sér og vissi ekkert en þegar hann var búinn að leika sér sá hann bófann fyrir framan húsið hjá nammigrísinum að stela öllu namminu úr nammiskúffunni hans. Endir.

Gullfiskar

Læknirinn var á sjúkrahúsinu að lækna fólk. Í bófahúsinu var Blær bófi að sýna hinum bófunum peninganna sem hann stal frá vinnuköllum. Sólargeislinn var að fljúga í fljúgandi brúnu húsi, hann sá einn bófann stela bíl og keyra til hinna bófana með peninganna. Sólargeislinn flaug til bófanna en fann bara einn því hinir voru farnir en svo komu þeir allir aftur. Sólargeislinn sagði bófunum að hætta stela peningum og þeir stoppuðu og gáfu öllum hinum peninganna. Og fólkið gaf bófunum peninga til að kaupa í búðinni og bófarnir fóru í vinnu til að fá meiri peninga á meðan börnin þeirra voru í leikskólanum. Bófanir komu og sóttu litlu börnin í leikskólann þegar þeir voru búnir í vinnunni. Svo fóru þeir í búðina og keyptu ís, Poweraid, Coca cola og Pepsi. Svo varð Blær bófi veikur, þá kom læknir að lækna hann, svo keypti bófinn peysu og ullarsokka. Endir.