news

Sumarhátíð Lyngholts 8 júní

01 Jún 2018

Sumarhátíð Lyngholts

Nú blásum við til glæsilegrar sumarhátíðar í Lyngholti og bjóðum ykkur foreldrum og systkinum að njóta hennar með okkur.

Föstudaginn 8. júní klukkan 14:00

Við hefjum dagskrá með söngatriðum nemenda.

Að því loknu munu börn og fullorðnir flakka á milli stöðva, fá sér grillaðar pylsur og njóta þess sem í boði er. Þá verða listaverk barna til sýnis inn á deildum.

Vonandi geta sem flestir verið með okkur. Nauðsynlegt er að skrá mætingu foreldra og systkina á listana sem eru í fataklefunum.

Börn og starfsfólk í Lyngholti