news

Tómatræktun í Birkiholti

22 Mar 2023

Í byrjun febrúar sáðu nemendur á Birkiholti tómatafræjum og hafa bæði nemendur og kennarar haft gaman af því að fylgja verkefninu eftir. Fyrsta skref var að finna hentuga potta og var ákveðið að gefa mjólkurfernum framhaldslíf, þær voru klipptar og svo skreyttar listilega. Næst var fundin til mold og fræjunum sáð og þau vökvuð. Svo var rætt um spírun fræja og ferlið sýnt myndrænt með hjálp Útispjaldanna sem nýlega voru keypt í leikskólann og eru ætluð til þess samtvinna málörvun og útiveru, þ.e. koma af stað umræðu um nærumhverfi barnanna. Í framhaldinu hjálpuðust allir að við að halda raka í moldinni og varð það svo að plöntur komu upp hjá öllum. Þó þær séu enn smáar, þá fara þær ört stækkandi og verður spennandi að sjá hvort einhverjir fái uppskeru í lok sumars af ljúffengum kirsuberjatómötum.

Við ætlum að minnsta kosti að gera okkar besta við að halda áfram að vökva plöntunar fram að sumarfríi. Ef einhver vill spreyta sig heima, þá sáðum við nokkrum auka fræjum og er ykkur velkomið að fá hjá okkur plöntu.


Myndir koma fljótlega