news

Einiholt

06 Nóv 2023

Allt gott að frétta af okkur í Einiholti. Mjög mikið hefur gerst á undanförnum mánuðum. Dagarnir hafa liðið hratt og veðrið sveiflast til en við erum mjög virk í leik og starfi. Núna erum átta börn á deildinni okkar. Það er líka bangsi í hópnum okkar og hann heitir Einar. Í lok hverrar viku heimsækir hann valið barn. Einar tekur með sér kippu þar sem allar reglurnar okkar í Lyngholti, þær eru myndrænar og við getum æft reglurnar okkar heima.

Við njótum dagana og kryddum þá með ýmsum skemmtilegum viðburðum. Dagarnir okkar byrja í rólegum leik. Eftir morgunmat förum við alltaf í samverustund þar sem við bjóðum góðan dag, syngjum smá og lærum reglur eins og: passa hendur og fætur, bíða, hlusta, skiptast á, muna, sitja kyrr, nota inniröddina og ganga. Í samverustundi finnst okkur gaman að heyra sögur um Mimi. Við elskum að læra ný lög, sérstaklega þegar við getum hreyft okkur og dansað við þau. Uppáhalds lagið okkar er „Við erum söngvasveinar“

Okkur finnst finnst gaman að taka þátt í hópastarfi. Á mánudögum förum við í listastarf – það finnst okkur rosalega skemmtilegt! Við lærum bæði að mála og þekkja litina. Málum ekki bara blöð en líkahár, andlit, fötin okkar og allt í kringum okkur. En það gerist alltaf óvart. Í september unnum við mikið listaverk um haustþema en í október máluðum við bleikar myndir að því að Októbermánuður var vitundarvakning um brjóstakrabbamein og núna undirbúum við smá listaverk fyrir daga myrkurs.

Hina dagana í vikunni erum viðí stærðfræði, málörvun og tónlist og lærum það í gengum leikinn. Svo njótum við þess að komast út á leikvöll að leika. Við erum hæst ánægð með það. Frjálsi leikurinn hefur líka fengið stórt pláss í dagskránni hjá okkur.

Við krakkar í Einiholti elskum hamingjudaga. Þeir hafa verið nokkrir að undanförnu, t.d. bleikur dagur, búningadagur og bangsadagur. Í leikskóla er gaman! Við skemmtum okkur vel og erum mjög forvitin um hvað hver nýr dagur ber í skauti sér.

Bestu kveðjur frá öllum í Einiholti