news

Skáningardagar í febrúar og gjaldskrárbreytingar

16 Jan 2024

Ítreka gjaldskrárbreytingar hjá leikskólunum sem tekur gildi 1 febrúar 2024.

Því munum við taka við breytingarblöðum frá foreldrum til 20 janúar ef þeir óska eftir breytingum á vistunartímum.

Minnum á að þann 20 janúar, í síðasta lagi, þurfa foreldrar að vera búnir að skrá börn sín í skólann vetrarfrísdagana 15 og 16 febrúar næstkomandi samkvæmt reglum um skráningadaga.

Skráningardagar:

Í nýrri gjaldskrá er gert ráð fyrir að foreldrar skrái börn sín sérstaklega í vistun á dögum sem kallaðir eru “skráningardagar”, að öðru leyti er litið svo á að barnið sé í fríi á þessum dögum.

Dagsetningar á þessum dögum munu sveiflast á hverju ári en á árinu 2024 eru þeir eftirfarandi:

  • Vetrarfrí að vori: 15. – 16. febrúar
  • 25. – 27. mars (3 dagar í dymbilviku)
  • Vetrarfrí að hausti
  • 23. desember (mánudagur)
  • 27. desember (föstudagur)
  • 30. desember (mánudagur)

Foreldrar þurfa að vera búnir að skrá börnin sín í vistuna á þessa daga í síðasta lagi 20. í mánuðnum á undan.