Asparholts fréttir

09 Feb 2018

Góðan og blessaðan daginn.

Hjá okkur í Asparholti er allt gott að frétta.

Við erum búin að vera í sólskinsskapi þessa vikuna enda sólin loksins farin að kíkja aðeins á okkur!
Í seinustu viku máluðum við sólarmyndir sem hanga nú í Molanum og mælum við með að þið kíkið á þær við tækifæri :)

Við erum dugleg að fara út, enda ekkert annað í stöðunni þegar verðið leikur svona við okkur. Við förum alltaf einu sinni á dag, stundum tvisvar og kemur fyrir að við förum jafnvel þrisvar sinnum! Enda er svo gott að anda að sér fersku lofti.

Við höldum rútínunni okkar áfram og klikkum ekki á málfræðinni, listastarfinu, íþróttum og stærðfræði :) Við erum búin að vera dugleg að læra litina og telja upp í 10.

Þangað til næst. Kveðja Asparholt