news

Dagar myrkurs í Lyngholti

28 Okt 2019

Miðvikudagur 30. október

07:30

Í Leikskólanum Lyngholti verður tekið á móti nemendum úti og leikið með vasaljós fram að morgunmat.

Fimmtudagur 31. október

Í Leikskólanum Lyngholti verður unnið með með ljós og skugga í leik og starfi.

Föstudagur 1. nóvember

8:15

Leikskólinn Lyngholti og Grunnskóli Reyðarfjarðar hafa vinadag. Mynduð verður stór vinakeðja og síðan verður sungið og í boði verða kakó og kleinur.