news

Fræðslu- og frístundastefna Fjarðabyggðar

22 Nóv 2019

Fjarðabyggð setti sér fræðslu- og frístundastefnu sumarið 2009 og nú, 10 árum síðar, hefur stefnan verið endurskoðuð. Þeirri vinnu stýrði fjölskipaður starfshópur sem sótti hugmyndir annars vegar til ráðgjafa víðsvegar að og hinsvegar til mörg hundruð íbúa Fjarðabyggðar á öllum aldri sem komu að hugmyndavinnu um sinn draumaskóla og sínar drauma frístundir. Á þessari síðu má finna allar nánari upplýsingar um stefnuna, og áherslur vegna endurnýjunar hennar 2020 - 2022.