news

Fréttir frá Birkiholti

06 Nóv 2017

Komiði sæl og blessuð

Hér hjá okkur er allt gott að frétta, nóg að gera og þanig á það að vera :) hópastarfið á fullu og við farin að undirbúa jólagjafir fyrir mömmu og pabba í listastarfi.. spennandi ;)

Nú eru dagar myrkus nýliðnir og gengu þeir vel og vasaljósadagurinn var mjög skemmtilegur . allir fengu heitt kakó og kleinur úti með krökkunum í Grunnskólanum sem kom og sungu nokkur lög með okkur og mynduðum við risaastóran vinahring úti í garði.

Hér eru þau í eininga kubbum í hópastarfi. hugmyndaflugið fær að ráða og gaman að sjá hvað þeim dettur í hug að skapa.

Ekki leiðinlegt að mæta með vasaljósið og lýsa í allar áttir í myrkrinu.

Biðjum að heilsa í bili

Kveðjur frá Birkiholti