Fréttir úr Lundarseli

09 Feb 2018

Það er allt gott að frétta af okkur í Lundarseli,

Við höfum verið að leggja mikla áherslu á að læra afmælisdaginn okkar og svo höfum við líka verið að skoða íslenska stafrófið.

Í stærðfræði þessa vikuna skoðuðum við formin og það fannst okkur skemmtilegt.

Við erum ennþá jafn dugleg að fara út að leika okkur, við förum alltaf út eftir hádegi og það er gaman hjá okkur sama hvernig viðrar.


Á mánudaginn vorum við svo heppin að fá heimsókn frá Furuholti, það var mjög gaman. Við notuðum tækifærið til að sýna þeim deildina okkar og síðan lékum við okkur saman.


Á þriðjudeginum fengum við svo aftur heimsókn. Eldri borgurum var boðið í sólarkaffi í leikskólanum og það voru nokkrir sem gerðu sér ferð í Lundarsel að kíkja á okkur.


Í vikunni máluðum við bolluvendi og tókum þá með heim í dag.

Meira síðar,

Kveðja frá Lundarseli.