Furuholt

03 Okt 2017

Góðann daginn

Í síðustu viku fórum við að flokka rusl við flokkuðum plast, ál og pappír krakkarnir voru fljót að ná tökum á því og voru dugleg að aðstoða kennarann. þeim fanst það áhugavert afhverju við værum að flokka og hvað væri hægt að endurvinna hlutina í.

krakkarnir máluðu hamingjutré og fólst það í að sýna hamingjuna og voru það bjartir og litríkir litir sem urðu fyrir valinu hjá þeim. þetta tré er hengt upp í hvíldar herberginu til þess að minna okkur á hamingjuna og að við séum glöð.

Ola ákvað að týna reyniber og sýna þeim hvað hún hefði gert þegar hún var yngri, sem var að búa til háslmen úr berjunum. börnunum fannst þetta áhugavert og sumir voru smeikir við að nota nál en allir voru ánægðir með hálsmenin, armböndin og jólaskrautið sitt í lokin.

krakkarnir gerðu kort úr laufum fyrir gamla starfsmenn til að bjóða þeim velkomna á afmælisdag Lyngholts.

Við erum líka dugleg að vera í numicon, krakkarnir eru að búa til ýmsa hluti úr þeim s.s. kalla, lest og bíla.

í einum göngutúr tíndum við laufblöð og þurrkuðum. gerðum stimpilmyndir og kort úr þeim og ætlum að gera meira úr þeim. við fórum einnig í blöðruleik, þá haldast krakkarnir í hendur og blása og blása og bakka í leiðinni þangað til hún springur og krakkarnir falla niður í jörðina og finnst krökkunum hann mjög skemmtilegur.

Við erum að vinna með sögu í hverri viku sagan er um fóu og fóu feikirófu og krakkarnir eru að teikna, mála, klippa og líma. þetta er hópverkefni svo þau eru öll að hjálpast að.

Einingakubbarnir eru líka mikið notaðir uppi á lofti þar er alltaf einn hópur í einu að leika sér og leikur oft áfram með leikinn frá því daginn áður þeim finnst það gaman. þau eru lika dugleg að hjálpast að við að byggja og endurbyggja ef byggingin hrynur óvart.

Það var búningadagur á föstudaginn og voru krakkarnir mjög spennt að sýna okkur alla flottu búningana og skoða hvað hinir voru í, við fórum í söngsalinn að syngja með hinum deildunum og dönsuðum svo líka þegar við vorum búin að syngja.