news

Góð gjöf

06 Jún 2019


bObles

Kvenfélag Reyðarfjarðar kom á dögunum og færði okkur þroskaleikföng frá bObles. Þetta eru mjög skemmtileg leikföng sem hægt er að nota á mjög fjölbreyttan hátt, börn frá yngstu til elstu deilar geta notað bObles og elft hreyfiþroska sinn þar sem hvert og eitt barn er statt.

Iðjuþálfi leikskólans skrifaði óskalista af bObles og kvenfélagið færði okkur allt sem var á óskalistanum sem er frábært, það sem við fengum er: fíllinn, kjúklinginn, ormurinn sem hentar bæði börnum og kennurum, tvær stærðir af fisknum, skjaldböku, krókódíl og bretti til að renna sér á, öll þessi leikföng er hægt að nota á eins fjölbreyttan hátt og hugmyndaflugið leyfir. Við þökkum kvennfélaginu kærlega fyrir þessa frábæru gjöf.

Greniholts krakkarnir sem eru yngstu nemendur leikskólans leika sér með bObles á fjölbreyttan hátt og hafa mjög gaman af eins og sjá má á myndunum.