news

Greniholtsfréttir

13 Jan 2017

Nú er starfið komið aftur í rútínu eftir jólafrí, við erum á fullu í hópastarfi þar sem mikil áhersla er á málörvun hjá okkur og allir hópar fara tvisvar sinnum í málörvun í viku. Fyrir utan það er endalaus málövrun í gangi, við syngum daglega, það er sögustund daglega sem er góð málörvun fyrir utan allt annað sem við gerum.

En kvenfélag Reyðarfjarðar færði leikskólanum að gjöf fyrir skemmstu myndvarpa sem Greniholt fékk til afnota í vikunni sem er að líða, setum við myndvarpan inn í herbergi og köstuðum á veggin fiskum, fuglum og fleira sem bönunum þótti mjög spennandi eins og sjá má að meðfylgjandi myndum. Börnin veltu þessu mikið fyrir sér, þau athuguðu hvort fiskarnir væru á bak við gardínurnar, eins veltu þau mikið fyrir sér hvaðan myndirnar komu.